Haukadalsvöllur opnaði í júlí 2006. Völlurinn er staðsettur nærri hverasvæðinu í Haukadal og má stundum sjá Strokk og Geysir blása úr sér á meðan spili stendur. Haukadalsvöllur er 9 holur og ber hver hola nafn einhvers af þeim hverum sem finnast á hverasvæðinu.

Haukadalsvöllur er mjög skemmtilegur, krefjandi og fallegur golfvöllur sem  liggur í mjög fallegu umhverfi. Þegar staðið er á fyrsta teig kemur fallegt umhverfið strax í ljós. Við hönnum vallarins var tekið tillit til náttúrunnar og umhverfisins og er lega vallarins eins líkust umhverfinu og það var áður en framkvæmdir hófust.

Lesa meira